LED borðarnir sem eru umtalaðir! Stjórnaðu þeim með appi, fjarstýringu eða snjalltækjum heimilisins. Möguleikarnir eru margir en t.d er hægt að smella þeim meðfram trélistanum á gólfinu til að lýsa upp svartnættið og koma kósý birtustigi yfir flötinn, smella þeim í kringum sjónvarpið, loftið, barnum eða einfaldega gleðja lítið hjarta í barnaherberginu. Taktu svo upp símann eða fjarstýringuna og stjórnaðu litadýrðinni eftir þínu höfði.
Þið fáið WiFi LED strípurnar hjá okkur á geggjuðu verði! Sjón er svo sannarlega sögu ríkari.
- 2 stærðir - 5 metra / 10 metra (2x 5 metra)
- Stjórnaðu þeim með appi - Magic Home
- Líftími LED ljósanna er ca 50.000 klst. Dæmi: 5 klst á dag í 27 ár.
- Hægt að stjórna með snjalltækjum á borð Google home og Amazon Alexa
- RGB 5050 sterkbyggð og endingargóð LED ljós
- Fjarstýring fylgir með 16 lita möguleikum, 4 fídusum og dimmer
- Má klippa í sundur (sjá mynd)
- Sterkt og endingargott lím undir frá hinum heimsþekktu lím framleiðendum 3M
- Ekki vatnsheldur
Þegar borðinn er límdur upp er mikilvægt að þrýsta meðfram yfirborðinu þannig að festingin verði sem mest. Einnig mælum við með að setja double tape á millistykkið þannig það sé ekki að íþyngja borðanum.