LED borðar eru eitthvað sem hefur slegið meira í gegn um heim allan en margt annað. Það er hægt að nýta þá á svo ótal vegu með þeirri einföldu aðgerð að líma þá upp og allt litast upp í kringum mann. Þessir borðar eru hannaðir fyrir sjónvörp en þó hægt að nýta þá í allt sem hægt er að nýta LED borða í eins og t.d loftið, undir borðið, gluggana, undir tröppurnar eða hvar sem þér dettur í hug. Þeir koma í nokkrum stærðum svo þú getir örugglega sett þá í kringum þitt sjónvarp, tölvuskjá eða hvar sem þú kýst að hafa þá.